Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákvarðað að ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm fyrirtæki hafi falið í sér ríkisaðstoð og gangi því gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum). ESA hefur gefið íslenskum stjórnvöldum fyrirmæli um að endurheimta alla þá ríkisaðstoð sem veitt var á grundvelli þessara samninga.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir niðurstöðuna vissulega vonbrigði. Stjórnvöld hafi þó vitað að þetta gæti gerst. Hún segir ekki liggja fyrir hvort íslensk stjórnvöld láti reyna á ákvörðun ESA fyrir EFTA-dómstólnum. Þau hafi tveggja mánaða frest til að taka ákvörðun um það.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .