Stór aðili innan heilbrigðisgeirans vestanhafs hefur sýnt áhuga á lausn NeckCare, en Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda NeckCare Holding, og Kim De Roy, einn eigenda félagsins, eru í viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

„Við erum með ágætis tengslanet innan Bandaríkjanna og höfum m.a. átt í viðræðum við einn stærsta aðilann á heilbrigðismarkaði þar í landi, Mayo Clinic, sem er óhagnaðardrifið heilbrigðisfyrirtæki. Þeir hafa lýst miklum áhuga á lausnum NeckCare. Það er risastórt skref að ná að koma vörunum okkar að hjá Mayo Clinic, því þeir eru með ótal samstarfsaðila víða um heim. Kórónuveirufaraldurinn er þó að hægja aðeins á okkur, en ég átti að vera með erindi í höfuðstöðvum Mayo Clinic, sem staðsettar eru í Rochester í Minnesota, í þessari viku um hvernig tæknin getur hjálpað sjúkraþjálfurum að meðhöndla sjúklingana sína.

Mayo Clinic leggur áherslu á nýsköpunardrifna heilbrigðisþjónustulausnir sem auka skilvirkni, draga úr kostnaði og gera auðveldara fyrir að leggja hlutlægt mat á árangur tiltekinna læknismeðferða. Þeim þykir lausnir okkar falla vel inn í þessar áherslur sínar og því verður spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu," segir Kim.

Sjá einnig: Spara heilbrigðiskerfum heims milljarða

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .