Um 60% ríkistryggðra skuldabréfa á íslenskum markaði eru verðtryggð en um 40% þeirra óverðtryggð.

Þetta kemur fram í sérblaði um fjármál einstaklinga sem fylgir Viðskiptablaðinu. Þar er meðal annars fjallað um helstu fjárfestingakosti einstaklinga um þessar mundir.

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAM Management (GAMMA) segir það vekja furðu að ekki fleiri skuli fjárfesta í verðtryggðum íbúðabréfum en raun ber vitni.

„Það er nú ekki lítið búið að ræða að undanförnu hversu slæmt það er að skulda verðtryggð íbúðalán,“ segir Gísli.

„Maður skyldi þá ætla að það væri jafngott að fjárfesta í og eiga slík bréf. Ávöxtun íbúðabréfa hefur verið mjög góð á síðustu árum og það er útlit fyrir að þannig verði það áfram.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um fjármál einstaklinga í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .