Hækkun vísitölu neysluverðs fyrir september mánuð vekur hroll og vonbrigði. Þetta kom fram í máli Vilhjálms Egilssonar hagfræðings og ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands í morgun. Það kom fram í máli Vilhjálms að svona tala hefur ekki sést í langan tíma.

"Þessar tölur vekja upp þá spurningu hvort eftirspurn hefur verið vanmetin og hvort launahækkanir hafi verið vanmetnar. Launavísitalan hefur verið með árshækkun milli 6% og 7% allt þetta ár." Vilhjálmur sagði að gamalkunnar sögur um launaskrið væru farnar að heyrast sem oft áður hefðu verið orðum auknar. "Þó liggur fyrir að eitthvað meira en lítið er að gerast á vinnumarkaðinum þegar tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi hafa hækkað um tæp 12% milli ára á fyrstu sjö mánuðum ársins."