Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir viðurkenningu Alþjóðahúss „Vel að verki staðið“ fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi sunnudaginn 30. desember kl. 15.

Viðurkenningin, sem nú er veitt í fimmta skipti, þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Veittar verða viðurkenningar fyrir lofsverða frammistöðu í þremur flokkum; til einstaklings af íslensku bergi brotinn sem hefur lagt sitt af mörkum til innflytjenda á Íslandi, til einstaklings af erlendum uppruna sem hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins og til fyrirtækis, stofnunar eða félagasamtaka fyrir framlag til málefna innflytjenda og fjölmenningarsamfélagsins.

Afhendingin fer fram í vestursal á 1. hæð Alþjóðahúss á Hverfisgötu 18. Boðið verður upp á léttar veitingar að afhendingu lokinni.