Norður Kórea skaut up tveimur meðaldrægnum eldflaugum í trássi við bann Sameinuðu þjóðanna við notkun þeirra.

Fyrra eldflaugaskotið virðist hafa mistekist þar sem flaugin náði einungis 150 kílómetrum áður en hún skall í sjóinn, en síðari tilraunin náði 400 kílómetrum. Er það besti árangur eldflaugatilauna landsins hingað til, og er það talið mikilvægt skref fyrir landið en síðustu fjórar tilraunir þeirra hafa mistekist.

Í janúar framkvæmdi Norður Kórea sína fjórðu kjarnorkutilraun en samkvæmt tilkynningu þeirra var um að ræða vetnissprengju í þetta sinn. Stuttu síðar skaut landið upp gervihnetti og er talið að það hafi verið fyrst og fremst til að prófa eldflaugagetu sem hægt væri að nota í hernaðarlegum tilgangi.