Vélaborg hefur hafið framkvæmdir við byggingu á 1.200 fermetra húsi yfir starfsemi sína á Reyðarfirði.

Var skóflustunga tekin að húsinu í síðustu viku, en það rís á  við hlið álvers Alcoa við höfnina á Mjóeyri. Vélaborg er þar þegar með umfangsmikla starfsemi.

Leigir Vélaborg  í rekstarleigu öll tæki sem notuð eru við höfnina á Mjóeyri og sér einnig um allt viðhald á þeim tækjum líka. Að auki sér Vélaborg um viðhald og viðgerðir á stóra gámalyftara Eimskips.

Svavar Ottósson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Vélaborgar, segir að nýja húsið verði byggt hratt. Voru tvær konur fengnar til að taka fyrstu skóflustunguna á stórri gröfu og fórst þeim það verk vel úr hendi.

„Við ætlum að vera  búnir að reisa bygginguna og taka hann í notkun seinnipartinn í ágúst. Það er stefnt á að vera þarna með 15 starfsmenn."

Svavar segir að í nýju byggingunni verði einnig varahlutaverslun og þjónusta fyrir þau tæki sem Vélaborg hefur verið að selja á svæðinu í kring.