*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 12. apríl 2019 08:45

Vélar Jet Airways kyrrsettar

Tíu flugvélar Jet Airways hafa verið kyrrsettar vegna ógreiddra skulda við leigusala.

Ritstjórn
Jet Air er stærsta flugfélag Indlands í einkaeigu.
epa

Indverska flugfélagið Jet Air hefur aflýst öllum millilandaflugferðum eftir að tíu af leiguvélum félagsins voru kyrrsetta í gær. Félagið hefur glímt við mikinn skuldavanda en talið er að skuldir félagsins séu um einn milljarður bandaríkjadala. 

Jet Air er stærsta flugfélag Indlands í einkaeigu og hefur yfir 100 flugvélum að ráða. BBC greinir frá því að stjórnvöld á Indlandi hafi gripið í taumanna og aðstoði nú farþega félagsins eftir að flugferðum var aflýst. Jet Air flýgur á 600 áfangastaði innanlands og 380 áfangastaði alþjóðlega. 

Flugfélagið var stofnað af Narseh Goyal fyrir 25 árum og fer hann og fjölskylda hans með 52% hlut í félaginu í dag. Hins vegar er búist við að hlutur Goyal verði þurrkaður út við endurskipulagningu skulda, en í síðasta mánuði tók hópur fjárfesta, sem ríkisbankinn SBI leiddi, yfir stjórn félagsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is