Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun að stofnuð verði velferðarvakt í samvinnu ríkis, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fleiri aðila til að fylgjast með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins á einstaklinga og fjölskyldur og gera tillögur um viðbrögð.

Þetta kemur fram á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, mun skipa hóp til að stýra verkefninu, samhæfa upplýsingaöflun og gera tillögur um viðbrögð.

Sjá nánar vef ráðuneytisins.