Sjúklingar njóta þeirra afslátta sem lyfsalar veita þeim við kaup á lyfjum, segir í frétt á vef velferðarráðuneytisins . Þar er yfirlýsingum Neytendasamtakanna hafnað þar sem segir að Sjúkratryggingar Íslands geri kröfu um að stærstur hluti af veittum afslætti renni til þeirra í stað kaupanda lyfjanna.

Þá segir að lyfsölum sé í sjálfsvald sett hve mikinn afslátt þeir veita og sá afsláttur nýtist sjúklingum. Hins vegar sé nauðsynlegt að þær upphæðir sem sjúklingarnir sannanlega greiði skili sér í réttindabókhald sjúkratryggðra því af þeim kostnaði ráðist réttur sjúklinga til niðurgreiðslu lyfjakostnaðar frá sjúkratryggingum.