Félagið Flygildi ehf. var stofnað á dögunum og er tilgangurinn sá að hanna og framleiða ómannaða flugvél. „Líklega væri betra að kalla þetta vélfugl, því farið á að fljúga með vængjaslætti, en ekki með skrúfu eins og hefðbundnar vélar,“ segir Hjalti Harðarson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Um er að ræða samstarfsverkefni við Háskólann í Reykjavík. „Tilraunafygl hefur þegar flogið hjá okkur, en markmiðið er að fuglinn verði á stærð við máv.“ Kostir þess að nota vængjaslátt er m.a. sá að um hljóðlausa vél er að ræða og þá segir hann að slíkt tæki ráði betur við veður og gefi víðara hraðasvið.