Í nýju verslunarmiðstöðinni í Holtagörðum hefur Apótekarinn opnað apótek. Hér er um að ræða fyrsta vélmennaapótekið sem opnar á Íslandi. Vélmennið sér um að skipuleggja og raða lyfjum inn á lager og kemur mannshöndin þar hvergi nærri. Að sama skapi sækir vélmennið þau lyf fyrir lyfjafræðinginn sem skráð eru inn á lyfseðil og skilar þeim til afgreiðslumanns á örskammri stundu, segir í fréttatilkynningu.

Þessi nýja tækni mun auka öryggi í afgreiðslu lyfja og spara mikla vinnu í apótekinu við skipulagningu lagers, minnkar þörf á lagerplássi í lyfjaverslun og flýtir vinnu við afgreiðslu lyfjanna.

Apótekarinn í Holtagörðum mun einbeita sér að lægra lyfjaverði og munu verða margvísleg tilboð þar næstu vikurnar m.a. á Nikótínvörum.

Umrætt vélmenni er keypt í Þýskalandi og markar tímamót í lyfjaafgreiðslu á Íslandi.