Vélmennið Pepper mun hefja störf sem ráðgjafi hjá upplýsingafyrirtækinu Nýherja. Pepper er sérhannaður fyrir kynningar- og fræðslu og er þróaður af Aldebaran Robotics og SoftBank árið 2014. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Áður hefur Pepper starfa við það að kynna Nescafé vélar í Japan og einnig við það að kenna forritun í skólum. Ein af sérkennum Peppers er að greina raddblæ viðmælanda og skapa gleði og ánægju.

„Heimsókn Pepper er fyrst og fremst til gamans í tilefni af aldarfjórðungs afmælis Nýherja, sem er síungt upplýsingatæknifyrirtæki en ávallt með annan fótinn í framtíðinni,“ segir Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Nýherja. „Mikil þróun hefur átt sér stað í gerð vélmenna af ýmsum toga, hvort sem þau eru til heimanota eða á vinnustöðum. Viðskiptavinir Nýherja munu eiga þess kost að kynnast því hversu langt þessi þróun er á veg komin og fengið ráðgjöf á lausnum Nýherja í verslun þess þennan dag.“