Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet tapaði 178 milljónum punda fyrir skatt á rekstrarárinu sem lauk í lok september, eða sem nemur 30 milljörðum króna.

Tapið dróst verulega saman á milli ára, en það nam 1,13 milljörðum punda á rekstrarárinu 2020-2021 eða sem nemur rúmum 190 milljörðum króna.

Þá nam velta félagsins 5,7 milljörðum punda á nýliðnu rekstrarári og fjórfaldaðist á milli ára. Farþegum félagsins hefur fjölgað um 50 milljónir á milli ára, farið úr 20,4 milljónum í 69,7 milljónir.