Velta á fasteignamarkaði síðustu vikuna í nóvember dróst saman um 19% milli vikna eða um 4,2 milljarða króna eftir töluverða veltuaukningu þrjár vikur á undan, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

?Þegar horft er á breytingu á tólf vikna meðaltölum milli ára sést að enn er töluvert minni velta í ár en var í fyrra, en á þennan mælikvarða fer munurinn þó heldur minnkandi milli ára. Samdrátturinn var 25% fyrir viku en er nú 23%. Veltan dróst saman um þriðjung um nokkurra vikna skeið í september og október en samdrátturinn hefur farið jafnt og þétt minnkandi síðustu þrjár vikur,? segir greiningardeildin.

Hún segir að veltan í nóvember hafi numið 17,2 milljörðum króna, sem er 17% samdráttur frá sama mánuði í fyrra, en 4% aukning frá október í ár. ?Fjöldi kaupsamninga dróst saman um 15% milli ára, en 628 kaupsamningum var þinglýst í nóvember í ár. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga jókst hins vegar um 8% milli október og nóvember í ár,? segir greiningardeildin.