Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 29% á milli ára þegar miðað er við fjögurra vikna meðalveltu. Þetta má reikna út úr tölum um vikuveltu á fasteignamarkaði sem Fasteignamat ríkisins birti í dag. Veltan á höfuðborgarsvæðinu nam 2,1 milljarði króna í þessari viku, sem er 12% minna en fyrir viku.

Meðalvelta á fasteignamarkaði hefur farið minnkandi frá því í september, en þá fór hún hæst í 9,3 milljarða króna í einni viku.