Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um á höfuðborgarsvæðinu í febrúar var 425. Heildarvelta nam 15,1 milljarði króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 35,4 milljónir króna.

Þegar febrúar 2008 er borinn saman við janúar 2008 fjölgar kaupsamningum um 31,2% og velta eykst um 35%. Í janúar 2008 var þinglýst 324 kaupsamningum, velta var 11,1 milljarður króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 34,4 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats Ríkisins.

39% fækkun milli ára

Þegar febrúar 2008 er borinn saman við febrúar 2007 fækkar kaupsamningum um 39,9% og velta minnkar um 24,8%.