Velta á fasteignamarkaði í vikunni var rúmir 2,1 milljarðar sem er svipað og í vikunni þar á undan samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Nánar tiltekið er veltan 2.154 milljónir en var í síðustu viku 2.127 milljónir þannig að velta eykst um 1% milli vikna

Á myndinni hér til hliðar má sjá breytingu á fjögurra vikna meðalveltu á milli ára. Fasteignasala sveiflast gjarnan mikið á milli vikna og þess vegna er horft til meðalveltu fjögurra vikna og breytinga á henni milli ára.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga var 81 í vikunni sem leið en 81 samningum var þinglýst í vikunni þar áður.

Meðalupphæð á hvern samning er sú sama og í síðustu viku, 26,6 milljónir sem þó er undir á þessu ári. Meðalvelta á hvern samning frá áramótum eru tæpar 33 milljónir.

Meðalvelta á viku frá áramótum er tæplega 2,4 milljarðar en þá hefur 73 samningum verið þinglýst að meðaltali á viku frá áramótum.

Á ársgrundvelli hefur velta á fasteignamarkaði dregist saman um 71% og gefur það heildstæðari mynd af fasteignamarkaði. Kaupsamningum hefur fækkað milli ára og er vægi hvers kaupsamnings meira fyrir vikið. Auk þess getur hver samningur falið í sér fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru mismunandi.