*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 8. desember 2007 20:26

Velta á fasteignamarkaði

Ritstjórn

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 30. nóvember til og með 6. desember 2007 var 171. Þar af voru 124 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 27 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 7.014 milljónir króna og meðalupphæð á samning 41 milljón króna, samkvæmt því sem segir á vef Fasteignamats ríkisins.

Á sama tíma var 25 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 8 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 351 milljón króna og meðalupphæð á samning 14 milljónir króna.

Á sama tíma var 13 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 206 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,8 milljónir króna.