Velta á millibankamarkaði í desember 2010 nam 27,4 milljörðum króna sem er 24,7 milljörðum króna meiri velta en í nóvember. Þessa miklu aukningu má rekja til gjaldeyriskaupa Seðlabankans af fjármálastofnunum sem gerð voru í þeim tilgangi að draga úr gjaldeyrismisvægi þeirra og sagt var frá fyrr í vikunni . Af heildarveltu námu kaup Seðlabankans 25,5 milljörðum króna.

Hefur velta á gjaldeyrismarkaði ekki verið meiri síðan í október 2008. Þá var hún raunar öllu meiri, eða rúmlega 400 milljónir evra samanborið við 178,5 milljónir evra nú. Við fall bankanna dróst hratt úr veltu á gjaldeyrismarkaði og var 3-46,5 milljónir evra á tímabilinu janúar 2009-nóvember 2010.