Velta á millibankamarkaði í júlímánuði 2010 nam 629 milljónum króna, samanborið við 941 milljón króna í júní, og minnkaði því um rúmar 310 milljónir króna á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans en gengi krónunnar styrktist um 0,12 % gagnvart evru í mánuðinum.

Þá kemur einnig fram að í lok júlí hafði Seðlabankinn ekki beitt inngripum á gjaldeyrismarkaði í rúmt hálft ár, eða síðan 6. nóvember 2009.