Velta af erlendum greiðslukortum hér á landi var 26,5 milljarðar á tímabilinu frá janúar til maí í ár en var 20,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jafngildir það 30,2% aukningu. Það er talsvert hraðari aukning en milli ára 2011 og 2012 þegar veltan á fyrstu fimm mánuðum ársins fór úr 17,8 milljörðum í 20,3 milljarða og jókst því um 14,2%.

Í Morgunblaðinu segir að veltan af erlendum greiðslukortum jókst um tæp 20% milli ára 2011 og 2012. Fór veltan úr 62.061 milljón í 74.445 milljónir króna. Aukist veltan jafnmikið í ár verður hún orðin tæpir 90 milljarðar í árslok. Miðað við veltuaukninguna á fyrstu fimm mánuðum ársins er líklegt að þetta gangi eftir, samkvæmt Morgunblaðinu.