Vínmyndir
Vínmyndir
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Sala áfengis jókst um 1,2% í júní miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 3,0% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í júní 1,4% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 1,8% hærra í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Sé breyting frá fyrra mánuði skoðun þá jókst sala áfengis um 3,1% á föstu verðlagi og um 18,9% á breytilegu verðlagi af því er fram kemur í smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Á fyrstu sex mánuðum ársins dróst velta áfengis saman um 2,8% á föstu verðlagi miðað við sama tímabil fyrir ári og hefur reyndar smám saman verið að dragast saman allt frá efnahagshruni 2008.