Velta virðisaukaskattskyldrar starfsemi í janúar og febrúar 2016 nam 551 milljörðum króna, sem er 5% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Á síðustu 12 mánuðum er aukningin 9% samanborið við 12 mánuði þar áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands í dag.

Um síðustu áramót tóku í gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988, og eru því nú nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattsskyldar sem áður voru undanþegnar. Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga og þjónustu ferðaskrifstofa .

Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattsskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár.