*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 12. desember 2007 15:31

Velta fasteigna á höfuðborgarsvæðinu jókst um 52% milli ára

Ritstjórn

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga vegna fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember 2007 var 768. Heildarvelta vegna fasteignakaupa nam 26,2 milljörðum króna en meðalupphæð á kaupsamning var 34,2 milljónir króna.

Í nóvember 2006 var þinglýst 628 kaupsamningum, velta var 17,2 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 27,4 milljónir króna. Veltan hefur því aukist um 52,3%, samkvæmt frétt á heimasíðu Fasteignamats ríkisins.

Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 15,8 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 5,5 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 4,9 milljörðum króna.