*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 20. febrúar 2006 21:40

Velta félaga í eigu Atorku áætluð 80 milljarðar

Ritstjórn

Áætluð heildarvelta þeirra fyrirtækja sem Atorku Group hf. er kjölfestufjárfestir í árið 2006 er rúmir 80 milljarðar króna og er heildar starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja um 4.500. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins vegna ársuppgjörs þess.

Velta félaga að fullu í eigu Atorku á árinu 2006 er áætluð rúmir 30 milljarðar og áætluð EBITDA þeirra tæpir þrír milljarðar króna.