Umsvif fiskeldis hefur aukist mikið undanfarið og nema þau um helmingi af umsvifum landbúnaðar að því er fram kemur upp úr virðisaukaskattskýrslum sem Hagstofan hefur tekið saman.

Ríflega 15% aukning veltu var í sjávarútvegi í september til og með október á síðasta ári miðað við sama tímabil árið áður en síðustu 12 mánuði fram til október var veltan tvöföld miðað við 12 mánuðina þar á undan.

Jafnframt jókst velta í byggignarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugreftri, og vinnslu hráefna úr jörðu um 1,3% í september til október 2019, frá sömu mánuðum árið 2018, en það er mun minni öxtur en verið hefur í þeim geirum undanfarin ár.

Hins vegar dróst velta í flutningum og geymslu saman um 8,1% í september til október miðað við sama tímabil árið 2018, en lækkunin kemur til vegna 10,6% minni veltu í flutningum með flugi og 28,6% minni veltu í þjónustusamningum þeim tengdum.