Eyjólfur Magnús Kristinsson, formaður DCI, samtaka gagnavera.væntir þess þó að á næstu fimm árum muni iðnaðurinn að minnsta kosti fimmfaldast og verði kominn upp í 100 megavött. „Ég verð afar svekktur ef velta tífaldast ekki eða tuttugufaldast á næstu fimm árum.“

Það voru margir ósáttir þegar Apple tilkynnti að fyrirtækið hygðist reisa gagnaver í Danmörku en ekki á Íslandi en slíkt hafði verið skoðað af fullri alvöru. Eyjólfur segir að fyrirtæki af svipaðri stærðargráðu séu að skoða það að reisa gagnaver hér á landi á næstu tveimur árum.

„Ég held það væri gott fyrir landið að fá einn stóran aðila. Eins og það var gott að fá álver upp á raforkuuppbyggingu. Með þessu myndu gagnasambönd bætast, ódýrara væri að kaupa gagnasamband til landsins og auk þess væri þetta auglýsing fyrir Ísland. Ef við hugsum þetta hins vegar út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum þá er betra að byggja upp gagnaversiðnað í takt við aðra uppbyggingu í landinu. Við erum með marga erlenda viðskiptavini sem þurfa á mismikilli þjónustu og borga hátt verð fyrir þjónustuna og skapa mörg störf. Ef fyrirtæki eins og Apple kemur þá flytur það inn sinn vélbúnað frá birgjum erlendis frá og eru jafnvel með erlend teymi. Eins og þetta er í dag er verið að kaupa vélbúnað og mikla þjónustu hér á landi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .