*

föstudagur, 25. júní 2021
Innlent 16. maí 2021 11:32

Velta Good Good þrefaldast

Velta Good Good var 624 milljónir á síðasta ári og hefur félagið vaxið hratt í faraldrinum.

Snær Snæbjörnsson
Garðar Stefánsson, framkvæmdastjóri Good Good
Aðsend mynd

Velta sprotafyrirtækisins Good Good ehf. hefur vaxið hratt og nam hún 624 milljónum króna á árinu 2020, sem er um 150% aukning frá 2019. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár.

Eignir félagsins námu tæpum 470 milljónum á síðasta ári og þá var eigið fé 359 milljónir og eiginfjárhlutfall þess um 76%. Félagið bókfærði 85 milljóna tap á árinu en þess má vænta þar sem að fyrirtækið er enn í sprotafasa. Framkvæmdastjóri Good Good er Garðar Stefánsson.

 Sjá einnig: Rússíbanareið frumkvöðulsins

Viðskiptablaðið fjallaði síðasta sumar um að sala á vörum félagsins á Amazon hafi þrefaldast í faraldrinum og eru vörur þess þar að auki seldar í yfir 1.800 verslunum í Bandaríkjunum. 

Stikkorð: Good