Júní var einstaklega rólegur á innlendum hlutabréfamarkaði og nam veltan aðeins 1.221 milljón króna. Leita þarf aftur til janúar árið 1997 fyrir daga einkavæðingar bankannna, til að finna lægri veltutölur á hlutabréfum innan mánaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Sami mánuður í fyrra var örlítið betri en til samanburðar var veltan alls 86 milljarðar árið 2008 og 213 milljarðar árið 2007 þegar hlutabréfamarkaður fór í hæstu hæðir.

Á fyrri árshelmingi skiptu hlutabréf um hendur fyrir 11,4 milljarða króna sem var ríflega helmingssamdráttur frá sama tímabili í fyrra. Hlutabréfamarkaðurinn er dvergvaxinn miðað hvað hann var árið 2008 þegar veltan nam 881 milljarði á fyrri hluta ársins.