Velta hugbúnaðarfyrirtækja hefur 20 faldast að raungildi síðastliðin 16 ár. Á sama tíma tvöfaldaðist velta annarra atvinnugreina að raungildi. Veltuaukning var mun meiri hjá hugbúnaðarfyrirtækjum miðað við aðrar atvinnugreinar á tímabilinu 1991-2001 en síðastliðin fjögur ár hefur veltuaukning verið svipuð. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Seðlabankans á hugbúnaðariðnaðinum.

Velta hugbúnaðariðnaðarins jókst að meðaltali um 34% á tímabilinu 1991-2001 miðað við 4% aukningu hjá öðrum atvinnugreinum. Á tímabilinu 2002-2005 var um 5% veltuaukningu að ræða að meðaltali hjá hugbúnaðarfyrirtækjum og öðrum atvinnuvegum.

Fjöldi starfsmanna í hugbúnaðariðnaði hefur nær þrefaldast síðastliðin 15 ár, þ.e. fjölgað úr 1.000 starfsmönnum í 2.700. Starfsmönnum í öðrum atvinnugreinum hefur fjölgað um 17% á sama tímabili eða úr 140.500 þúsundum í 162.900. Hlutfall starfsmanna í hugbúnaðariðnaði hefur aukist úr 0,7% í 1,6% af heildarfjölda á vinnumarkaði. Fjölgun starfsmanna í hugbúnaðariðnaði er umfram fjölgun í öðrum atvinnugreinum.

Útflutningur hugbúnaðar- og tölvuþjónustu nam 4.296 milljónum króna árið 2005. Útflutningur ársins 2004 nam 3.505 milljónum á gengi ársins 2005 og var því um 22,6% aukningu að ræða milli ára. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Seðlabankans. Þegar útflutningur á hugbúnaðar- og tölvuþjónustu yfir tímabilið 1990-2005, ásamt hlutfalli hans af heildarútflutningi vöru og þjónustu, er skoðaður kemur í ljós að útflutningur á hugbúnaði hefur tæplega 160 faldast á tímabilinu,