Velta í dagvöruverslun var 8,9% meiri í febrúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, miðað við fast verðlag. Á hlaupandi verðlagi var hækkunin svipuð eða 8,7% á milli ára samkvæmt smásöluvísitölu RSV/SVÞ.

Sala á áfengi jókst um 8,5% á milli febrúarmánaða 2005 og 2006 á föstu verðlagi en 7,6% á hlaupandi verðlagi. Miðað við árstíðar- og dagatalsleiðrétta vísitölu er aukning uppá 1,7% í dagvöruverslun og samdráttur um -1,8% í áfengissölu á milli janúar og febrúar.