Fyrirtæki í ferðaþjónustu veltu ríflega 230 milljörðum króna árið 2009. Það jafngildir rúmum 15% af landsframleiðslu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Hagtíðindi Hagstofunnar fjallar nú um ferðaþjónustureikninga fyrir árin 2009 til 2011. Þeir hafa það hlutverk að meta efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúskapinn.

Þá kemur fram að af 230 milljarða króna veltu í ferðaþjónustu hafi rúmir 184 milljarðar verið innanlands. Þar af námu kaup erlendra ferðamanna rúmum 111 milljörðum króna en innlendra heimila 64 milljörðum króna. Átta milljarðar féllu svo á kaup fyrirtækja og opinberra aðila.

Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum námu 158 milljörðum króna árið 2009. Þar eru meðtalin umsvif íslenskra ferða- og flugþjónustufyrirtækja utan Íslands. Ferðaneysla erlendra ferðamanna nam rúmum 111 milljörðum króna en rúmir 46 milljarðar er tekjur vegna ferðamanna utan Íslands, samkvæmt gögnum Hagstofunnar.

Hagstofan