Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í september og október 2014 nam rúmum 617 milljörðum króna, en það er 7,2% aukning miðað við sama tímabil árið 2013. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar .

Á síðustu tólf mánuðum hefur veltan aukist mest í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð eða um 15%. Þá er mikil aukning í rekstri gististaða og veitingahúsa en þar hefur veltan aukist um 14%.