Við lokun markaðar í dag höfðu hlutabréf Icelandair hækkað um 2,26% og nam velta með bréf félagsins 695 milljónum króna.

Eins og VB.is birti fé­lagið í gær uppgjör ann­ars fjórðung árs­ins. Þar kom fram að að hagnaður fyrirtækisins var betri en á sama tíma árið áður, 22,4 milljónir dollara samanborið við 18,5 milljónir dollara árið áður. EBITDA nam 45,2 milljónum dollara samanborið við 42,9 milljónir dollara árið áður og heildartekjur fyrirtækisins jukust um 12%.

Þá kom einnig fram að verkfallsaðgerðir flugstétta höfðu veruleg neikvæð áhrif á uppgjör annars ársfjórðungs sem námu 3,5 milljónum dollara.