Velta IKEA á síðasta ári nam 28,5 milljörðum evra. Það nemur um 4500 milljörðum króna. Þetta sýnir ársreikningur IKEA sem var birtur í dag.

Hagnaður Ikea nemur 3,3 milljörðum evra sem var 3,1% meira en árið á undan. Það jafngildir tæplega 520 milljörðum króna. IKEA hefur aukið markaðshlutdeild sína á öllum markaðssvæðum. Stærstu markaðirnir eru í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Rússlandi og í Svíþjóð.

Nánar er fjallað um málið á danska vefnum epn.dk.