Velta Kögunar á fjórða ársfjórðungi var undir væntingum greiningardeildar Landsbankans en fjórði ársfjórðungur er að jafnaði sá besti hjá félaginu.

Veltan nam 5.248 milljónum króna á ársfjórðunginum en greiningardeildin vænti 5.652 milljón króna veltu.

Hagnaður eftir skatta nam 202 milljónum krónum, en spá greiningardeildarinnar hljóðaði upp á 177 milljónir króna hagnað. Frávikið skýrist af lágu skatthlutfalli og lægri fjármagnskostnaði en gert var ráðið fyrir.

Rekstur á árinu 2005 gekk erfiðlega í Svíþjóð en stjórn Kögunar hefur gripið til aðgerða til að bæta reksturinn.

Markaðsverðmæti Kögunar er 12,2 milljarðar króna miðað við gengi félagsins í morgun, 64,2.

Greiningardeild Landsbankans mælir með því að fjárfestar markaðsvogi bréf sín í vel dreifðu eignasafni.