Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,47% í dag og endaði í 1,861 stigi. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 42,00%.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Icelandair, eða um heil 2,21% í rúmlega 2 milljarða króna viðskiptum.  Gengi bréfa Símans hækkaði einnig um 1,17% í 160 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Haga um 1,43% í 583 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði gengi bréfa Reita einnig um 0,36% í 207 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 3,6 milljarðar króna, og velta með bréf Icelandair nam 53% af heildarveltunni. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 3,2 milljarðar króna.

Sem hlutfall af heildarmarkaðsveltu með skulda- og hlutabréf nam velta með bréf Icelandair rétt rúmlega 28%.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 3,4 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 2,9 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,7 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 2,2 milljarða króna viðskiptum.