Heildarviðskipti í Kauphöllinni í síðasta mánuði námu 4,4 milljörðum króna eða 200 milljónum króna á dag. Þetta er rétt rúmlega 50% meira en í júlí þegar veltan nam 2.845 milljónum króna eða sem nam 129 milljónum króna á dag.

Fram kemur í viðskiptayfirliti Kauphallarinnar að mest voru viðskiptin með hlutabréf Marel eða upp á 1.426 milljónir króna. Þar á eftir var velta með hlutabréf Icelandair Group upp á 1.283 milljónir. Þriðja mesta veltan var með hlutabréf Haga-samstæðunnar upp á 1.046 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1% á milli mánaða og endaði í 994 stigum.

Þá segir í viðskiptayfirlitinu að Íslandbanki var með mestu hlutdeildina á Aðalmarkaði eða 36,9%. Á eftir komu MP Banki með 18,5% hlutdeild og Arion banki með með 17,9% hlutdeild.