Viðskipti með skuldabréf námu 169 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum en það jafngildir 8,1 milljarði króna að meðaltali á dag, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan í nóvember var 56% meiri en í október og 1% meiri en í nóvember í fyrra.

Fram kemur í upplýsingum frá Kauphöllinni að alls námu viðskipti með ríkisbréf 133,7 milljörðum króna en með íbúðabréf 29 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með RIKB 19 0226 eða fyrir 34,6 milljarðar, RIKB 22 1026 fyrir 26,5 milljarða og RIKB 25 0612 fyrir 21 milljarð króna. Þá nam veltan með RIKS 21 0414 14,6 milljörðum króna.

Íslandsbanki var með mestu hlutdeildina á skuldabréfamarkaði eða 23,4%. MP banki var með 20,2% og Landsbankinn með 18,5% (21,6% á árinu).