Heildarvelta skuldabréfa árið 2011 nam rúmum 2.615 milljörðum að því er segir í Morgunpósti IFS Greiningar. Af þeirri upphæð var velta með óverðtryggð bréf um 1.632 milljarðar. og 945 milljarðar með verðtryggð bréf. Meðaldagsveltan á skuldabréfamarkaðnum nam 10,2 milljörðum króna á árinu. Verðtryggð skuldabréf báru mesta ávöxtun yfir árið en hún hljóðaði upp á 16,7% til 18,7% eftir flokkum. Ávöxtun óverðtryggðra bréfa nam frá -7,6% til +4,3%, segir í Morgunpóstinum.