Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam rúmum 488 milljörðum króna. Það er 1,8% samdráttur frá sama tímabili árið 2013, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Á síðustu 12 mánuðum hefur veltan aukist mest í rekstri gististaða og veitingarekstri og einnig í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð samanborið við 12 mánuði þar á undan. Mesti samdrátturinn fyrir sama tímabil er í framleiðslu án fiskvinnslu.