Afkoma Norvíkur var mjög góð á síðasta ári að sögn Jóns Helga Guðmundssonar, stjórnarformanns félagsins, en velta Norvikur jókst um 30% á milli ára og afkoman var í takt við það, nema í matvörunni sagði Jón Helgi.

Velta síðasta árs var ríflega 55,5 milljarðar króna. „Timburmarkaðir voru mjög góðir fyrri hluta ársins og við nutum þess og reksturinn í heildina mjög góður.“

Að sögn Jóns Helga eru engar sérstakar breytingar fram undan í rekstrinum enda hefur félagið verið að takast á við ýmsar breytingar síðasta ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .