Danska ferðaskrifstofan Bravo Tours hefur notið góðs af neysluog ferðagleði danskra neytenda og þannig snarjókst velta félagsins í fyrra og farþegum sem félagið flutti í fyrra fjölgaði um 35% eða úr 100 þúsund árið 2006 í 135 þúsund í fyrra sem er algert met í sögu skrifstofunnar og langt umfram almennan vöxt á danska ferðamarkaðinum.

Velta Bravo Tours losaði um átta milljarða íslenskra króna sem er 25% meira en í 15 mánaða uppgjöri félagsins 2005-2006, að því er segir í frétt Børsen. Forstjóri Bravo Tours, Peder Hørnshøj, segir að allt stefni í annað metár og áhugi á ferðum skrifstofunnar hafi aldrei verið meiri og nú strax í upphafi ársins hafi um 40% af öllum ferðum verið seldar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .