Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,02% í viðskiptum dagsins í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 1,29% og sá óverðtryggði hækkaði um 0,32%. Heildarvelta hlutabréfa sem eru mæld í vísitölunni nam 13,3 milljörðum króna og þar af var velta með óverðtryggð bréf 9,1 milljarður króna.

Á síðustu þrjátíu dögum hefur vísitalan hækkað um 0,38%, verðtryggði hluti hennar hefur hækkað um 0,54% en sá óverðtryggði hefur lækkað um 0,04%.

Frá áramótum hefur skuldabréfavísitalan hækkað um 2,29%. Verðtryggði hluti vísitölunnar hefur hækkað um 1,49% en sá óverðtryggði hefur hækkað um 4,57%.