Hagnaður Stjörnugríss nam 330 milljónum króna á síðasta ári sem er um 26,4% hækkun frá fyrra ári. Sala félagsins nam 3,8 milljörðum króna en hún var um 2,6 milljarðar árið áður og hækkaði því um 45% milli ára. Eignir félagsins voru meira en tveir milljarðar í árslok, eigið fé um 1,4 milljarðar og skuldir 620 milljónir. Félagið greiddi út 30 milljónir í arð.

Rekstrarhagnaður félagsins Stjörnuegg nam 260 milljónum á síðasta ári og lækkaði um tæplega 46 milljónir milli ára. Sala félagsins nam 1,2 milljörðum króna. Eignir félagsins voru 1,3 milljarðar í árslok, um 277 milljóna hækkun frá fyrra ári. Eigið fé nam 1,1 milljarði, skuldir 212 milljónum og því var eiginfjárhlutfall um 83,7%.

Hjónin Geir Gunnar Geirsson og Hjördís Gissurardóttir eiga hvort sinn 50% hlut í Stjörnueggi. Gunnar á einnig 10,9% og Hjördís 19,6% í Stjörnugrís. Sonur þeirra, Geir Gunnar, á 50% og dætur þeirra, Hallfríður Kristín og Friðrika Hjördís, eiga hvor sinn 9,8% hlut.

Geir Gunnar (yngri) er framkvæmdastjóri Stjörnugríss og Hallfríður Kristín er framkvæmdastjóri Stjörnueggs.