Samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar störfuðu alls 426 fyrirtæk í upplýsingatækniiðnaði hér á landi árið 2004, samanborið við 374 árið 2000, og hafði velta þeirra aukist úr 67 milljörðum árið 2000 í tæpa 90 milljarða 2004. Útflutningur upplýsingatækniþjónustu, þ.á.m. hugbúnaðar, hefur einnig aukist á umræddu tímabili og nam tæpum fjórum milljörðum króna árið 2004, á meðan útflutningur upplýsingatæknivara nam ríflega hálfum milljarði króna árið 2004.

Þrátt fyrir erfiðleika sem hátæknifyrirtæki á Íslandi hafa glímt við að undanförnu, einkum vegna sterkrar stöðu krónunnar, hefur fyrirtækjunum fjölgað á liðnum árum en starfsmönnum hefur aðeins fækkað, að því er fram kemur í nýrri samantekt Hagstofunnar; Íslenskur upplýsingatækniiðnaður 2000-2004.