Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi jókst um 7% á síðustu tólf mánuðum. Í maí og júní nam veltan 772 milljörðum sem er 10% aukning miðað við sama tímabil árið 2015. Síðastliðna 12 mánuði er aukningin 7% samanborið við árið þar áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar .

Síðustu áramót tóku í gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og nú eru nokkrar virðisaukaskattskyldar sem voru áður undanþegnar. Til að mynda farþegaflutningar aðra en áætlunarflutninga og þjónustu ferðaskrifstofa. Það er meðal annars talið skýra aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum. Umsvif ferðamannaþjónustu hafa einnig aukið talsvert undanfarin ár.

Við áramótin tóku einnig hildi breytingar á vörugjöldum. Þá hækkaði vörugjald á áfengi og hækkaði það einnig úr efra þrepi virðisaukaskatts í neðra.