Velta stærstu vopnaframleiðenda heims jókst um tæpa 15 milljarða Bandaríkjadala árið 2009, þegar fjármálakreppan stóð sem hæst. Frá þessu greinir sænski viðskiptavefurinn di.se og vísar í útreikninga Sipri, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar í Stokkhólmi.

Að sögn di.se eru hér um 8% veltuaukningu að ræða frá árinu 2008 og 59% aukningu frá árinu 2002. Reyndar eru liggja tölur frá kínverskum vopnaframleiðendum ekki fyrir þannig að einhverj skekkja gæti verið í útreikningum Sipri.

Sjö af tíu stærstu vopnaframleiðendum heims eru bandarískir en þrjú evrópsk fyrirtæki komast á listann. Stærst þeirra er BAE Systems frá Bretland sem er í öðru sæti á listanum á eftir Lockheed.Martin.