Heildarvelta á fasteignamarkaði var um 100 milljarðar á þessu ári eða sem nemur um 1,9 milljarði króna að meðaltali á viku, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands.

Um 3.700 viðskipti áttu sér stað á árinu. Þetta er um helmingi minni heildarvelta en var á markaðnum allt árið í fyrra. Viðskipti á markaðnum hafa verið mjög lítil, í sögulegum samanburði, allt árið og er veltan sú minnsta á markaðnum í 30 ár. Fasteignamarkaðurinn byrjaði að gefa hressilega eftir á haustmánuðum ársins 2007 eftir gríðarlegan uppgangstíma þrjú ár þar á undan, eða eftir að bankarnir hófu að bjóða íbúðalán á haustmánuðum ársins 2004.

Samkvæmt spá Seðlabanka Íslands á fasteignaverð eftir að lækka um a.m.k. 20% til viðbótar við þá lækkun sem þegar hefur komið fram miðað þann tíma þegar það var hæst, á haustmánuðum árið 2007. Verðið hefur þegar lækkað um rúmlega 20%.